Breytingatillaga #18

Við 5. grein. Jafnræði

Flytjendur:
  • Þorkell Helgason
  • Eiríkur Bergmann Einarsson
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Orðalagið "Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum ..." breytist í "Allir eru jafnir fyrir lögum og skulu ..."

Allir eru jafnir fyrir lögum og skulu njóta mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, kynþáttar, litarháttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, tungumáls, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

 

Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, kynþáttar, litarháttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, tungumáls, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

Skýringar:

Orðalagið "öll erum við" gefur til kynna að einhverjir aðrir en "við" njóti ekki þessara réttinda. Stjórnarskrá Íslands á að vernda alla sem eru innan lögsögu íslenska ríkisins. Orðið "allir" gefur það mun betur til kynna heldur en "öll erum við." Orðið allir nær einmitt yfir alla, allt fólk af öllum uppruna, stétt, stöðu, aldri og þess háttar. Orðið nær einnig jafnt yfir bæði kyn og aðrar markalínur fólks.