Breytingatillaga #13

Við 67. grein. Greiðsluheimildir

Flytjendur:
  • Gísli Tryggvason
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Í stað „Leita skal heimildar fyrir slíkum greiðslum“ í 2. málslið 2. mgr. 67. gr. segi „Skal slík heimild staðfest“.

 

Enga greiðslu má inna af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum.

Að fengnu samþykki fjárlaganefndar Alþingis getur fjármálaráðherra þó innt greiðslu af hendi án slíkrar heimildar, til að mæta greiðsluskyldu ríkisins vegna ófyrirséðra atvika eða ef almannahagsmunir krefjast þess. Skal slík heimild staðfest í fjáraukalögum.

 

Enga greiðslu má inna af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum.

Að fengnu samþykki fjárlaganefndar Alþingis getur fjármálaráðherra þó innt greiðslu af hendi án slíkrar heimildar, til að mæta greiðsluskyldu ríkisins vegna ófyrirséðra atvika eða ef almannahagsmunir krefjast þess. Leita skal heimildar fyrir slíkum greiðslum í fjáraukalögum.

Skýringar:

Í 2. málslið 2. mgr. 67. grein segir: „Leita skal heimildar fyrir slíkum greiðslum í fjáraukalögum.“

Betur fer á því að mati flutningsmanns að orða regluna svo:

 

„Skal slík heimild staðfest í fjáraukalögum.“

 

Fjármálaráðherra hefur í flestum tilvikum innt greiðslu af hendi þegar fjáraukalög eru samin. Þar sem greiðslan hefur þegar farið fram þegar fjáraukalög eru samþykkt er eðlilegt að fyrirfram heimild fjárlaganefndar til fjármálaráðherra sé staðfest í fjáraukalögum. Ekki er eðlilegt að setja ráðherra í þá stöðu að heimildar sé synjað í fjáraukalögum hafi hann gert þá stjórnarskrárbundnu skyldu sína að leita heimildar frá fjárlaganefnd áður en bindandi samningur hefur verið gerður eða önnur skuldbinding.