43. fundur A-nefndar

18.07.2011 11:00

Dagskrá:

 

  1. Fundargerðir.
  2. Breytingartillögur frá nefnd.
  3. Önnur mál.

 

Fundargerð

43. fundur A-nefndar, haldinn mánudaginn 18. júlí 2011, kl. 13.00-13.20.

Mætt voru: Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson og Katrín Oddsdóttir. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.

1. Fundargerðir

Fundargerðir eftirtalinna funda nefndarinnar voru bornar upp og samþykktar:
• Fundir 24-31.
• Fundir 40-42.

2. Breytingartillögur frá nefnd

Í ljósi athugasemda sem borist hafa undanfarna daga, t.a.m. frá Páli Þórhallssyni og mennta- og menningarmálaráðuneytinu, hyggst nefndin gera tillögur að breytingum á nokkrum ákvæðum mannréttindakaflans. Verður því haldinn vinnufundur nefndarfólks að loknum nefndarfundi, svo hægt sé að koma breytingum inn áður en frestur til þess rennur út.

3. Önnur mál

Þorvaldur hafði gagnrýnt ákvörðun stjórnar um að gera náttúru- og auðlindagreinar að sjálfstæðum kafla, frekar en hluta af mannréttindakafla. Silja Bára gerði grein fyrir umræðum um málið á stjórnarfundi fyrr um daginn, þar sem ákveðið var að halda þessu skipulagi óbreyttu. Því þyrfti nefndarfólk að gera sjálfstæðar breytingartillögur til að færa ákvæðin aftur inn í mannréttindakaflann.
Fundargerð þessa fundar var lesin upp og samþykkt.