16. ráðsfundur

12.07.2011 13:00

Dagskrá:
  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar
  2. Skýrsla og tillögur A-nefndar
    - Mannréttindi, tillögur um breytingar á áður samþ. gr. lagðar fram til afgreiðslu í áfangaskjal.
    - Undirstöður, tillögur um breytingar á áður samþykktum eða kynntum greinum lagðar fram til afgreiðslu í áfangaskjal (Frelsi fjölmiðla - breytt staðsetning. Þjóðkirkja - breytt staðsetning og efni.)
  3. Skýrsla og tillögur C-nefndar
    - Kosningar og alþingismenn, tillögur um breytingar á áður samþ. gr. lagðar fram til afgreiðslu í áfangaskjal.
    - Utanríkismál, tillögur um breytingar á áður samþ. gr. lagðar fram til afgreiðslu í áfangaskjal.
  4. Skýrsla og tillögur B-nefndar
    - Störf Alþingis, tillögur um breytingar á áður samþ. gr. lagðar fram til afgreiðslu í áfangaskjal.
    - Ráðherrar og ríkisstjórn, tillögur um breytingar á áður samþ. gr. lagðar fram til afgreiðslu í áfangaskjal.
    - Stjórnsýsla og eftirlit, tillögur um breytingar á áður samþ. gr. lagðar fram til afgreiðslu í áfangaskjal.
    - Forseti Íslands, tillögur um breytingar á áður samþ. gr. lagðar fram til afgreiðslu í áfangaskjal.
    - Sveitarstjórnir, tillögur um breytingar á áður samþ. gr. lagðar fram til afgreiðslu í áfangaskjal.

 

 

Fylgiskjöl:


    Fundargerð

    16. ráðsfundur - haldinn 12. júlí 2011, kl. 13.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

    Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.

    Þá sat fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stjórnlagaráðs.

    Forföll höfðu boðað: Ástrós Gunnlaugsdóttir og Freyja Haraldsdóttir.

    Fundurinn var opinn fyrir gesti og sýndur í beinni útsendingu á vefnum stjornlagarad.is.

    Til fundarins var boðað af hálfu stjórnar með tölvupósti þriðjudaginn 11. júlí 2011 og dagskrá var í samræmi við fundarboð.

    Formaður Stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, setti fundinn og stýrði honum. Fram kom að vinnu við áfangaskjal væri að ljúka og þær breytingartillögur fulltrúa sem fram kynnu að koma á fundinum myndu því koma til umfjöllunar síðar, með sama hætti og breytingartillögur við frumvarpsdrög.

    1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar

    Fundargerð 15. ráðsfundar, 1. júlí, var samþykkt án athugasemda og verður birt á heimasíðu Stjórnlagaráðs.

    2. Skýrsla og tillögur A-nefndar

    2.1 Mannréttindi og undirstöður, tillögur um breytingar á áður samþykktum greinum lagðar fram til afgreiðslu í áfangaskjal.

    Tillögurnar varða annars vegar fjórtán ákvæði (nr. 1, 3, 6, 7, 8, 12, 14, 16, 25, 26, 27, 28, 29 og 30) í þeim kafla áfangaskjalsins sem ber yfirskriftina „Mannréttindi") og hins vegar tvö ákvæði í kaflanum „Undirstöður", sjá fylgiskjal með fundargerð. Skjalið var lagt fram til afgreiðslu.

    Silja Bára Ómarsdóttir, formaður verkefnanefndar A, gerði grein fyrir málinu.

    Að lokinni framsögu formanns gaf fundarstjóri orðið laust og eftirtaldir tóku til máls: Pétur Gunnlaugsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Pawel Bartoszek, Íris Lind Sæmundsdóttir, Gísli Tryggvason, Katrín Fjeldsted, Andrés Magnússon, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, fundarstjóri lokaði mælendaskrá, Þorkell Helgason, Arnfríður Guðmundsdóttir, Katrín Oddsdóttir, Illugi Jökulsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Eiríkur Bergmann Einarsson, Þorvaldur Gylfason, Örn Bárður Jónsson, Ari Teitsson tók við fundarstjórn, Salvör Nordal, Lýður Árnason og Íris Lind Sæmundsdóttir.

    Íris Lind gerði það að tillögu sinni að gerð yrði breyting á málsmeðferð, nánar tiltekið þannig að 25. gr. yrði afgreidd aðskilin frá öðrum greinum.

    Fundarhlé.

    Að loknu hléi var fundi fram haldið og umræður hófust að nýju. Til máls tók Íris Lind Sæmundsdóttir og dró til baka tillögu sína um breytta málsmeðferð.

    Silja Bára Ómarsdóttir, formaður nefndarinnar, fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum.

    Tillögur A-nefndar voru teknar til afgreiðslu.

    Atkvæði féllu svo:
    Samþykk: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Gísli Tryggvason, Illugi Jökulsson, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.
    Á móti: Pétur Gunnlaugsson.
    Sátu hjá: Þorkell Helgason, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Pawel Bartoszek.
    Fjarverandi: Ástrós Gunnlaugsdóttir, Freyja Haraldsdóttir.

    Tillögurnar voru því samþykktar inn í áfangaskjal, með 18 atkvæðum.

    Fram komu tvær breytingartillögur, nánar tiltekið þessar:

    1. Breytingartillaga við ákvæði 25. gr. í kafla um mannréttindi (menningarleg verðmæti). Flutningsmaður: Katrín Fjeldsted.
    2. Breytingartillaga við ákvæði 7. gr. í kafla um mannréttindi (skoðana- og tjáningarfrelsi). Flutningsmaður: Gísli Tryggvason.

    Breytingartillögum þessum var vísað til umfjöllunar með frumvarpsdrögum, sjá bókun undir lið 6 hér á eftir.

    3. Skýrsla og tillögur C-nefndar

    3.1 Kosningar og alþingismenn, tillögur um breytingar á áður samþykktum greinum lagðar fram til afgreiðslu í áfangaskjal

    Tillögurnar varða sex ákvæði (nr. 1-6) í þeim kafla áfangaskjals sem ber yfirskriftina „Kosningar og alþingismenn", sjá fylgiskjal með fundargerð. Skjalið var lagt fram til afgreiðslu.

    Pawel Bartoszek, formaður verkefnanefndar C, gerði grein fyrir málinu.

    Að lokinni framsögu formanns gaf fundarstjóri orðið laust og eftirtaldir tóku til máls: Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Gísli Tryggvason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Lýður Árnason, Erlingur Sigurðarson, Eiríkur Bergmann Einarsson, Dögg Harðardóttir, Katrín Oddsdóttir, Illugi Jökulsson, Þorkell Helgason, Vilhjálmur Þorsteinsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Pétur Gunnlaugsson, Andrés Magnússon og Þorvaldur Gylfason.

    Pawel Bartoszek, formaður nefndarinnar, fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum.

    Tillögur C-nefndar voru teknar til afgreiðslu.

    Atkvæði féllu svo:
    Samþykk: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Salvör Nordal, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.
    Á móti: Erlingur Sigurðarson, Pétur Gunnlaugsson.
    Sátu hjá: Lýður Árnason, Vilhjálmur Þorsteinsson.
    Fjarverandi: Ástrós Gunnlaugsdóttir, Freyja Haraldsdóttir, Silja Bára Ómarsdóttir.

    Tillögurnar voru því samþykktar inn í áfangaskjal, með 18 atkvæðum.

    Fram komu fimm breytingartillögur, nánar tiltekið þessar:

    1. Breytingartillaga við ákvæði 2. gr. í kafla um kosningar til Alþingis og alþingismenn (styrkir til stjórnmálasamtaka). Flutningsmenn: Andrés Magnússon, Arnfríður Guðmundsdóttir, Örn Bárður Jónsson, Gísli Tryggvason, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Pétur Gunnlaugsson, Þorvaldur Gylfason.
    2. Breytingartillaga við ákvæði 1. gr. í kafla um kosningar til Alþingis og alþingismenn (fjöldi alþingismanna). Flutningsmenn: Erlingur Sigurðarson, Illugi Jökulsson, Lýður Árnason, Pétur Gunnlaugsson, Katrín Oddsdóttir, Örn Bárður Jónsson.
    3. Breytingartillaga við kafla um kosningar til Alþingis og alþingismenn (slembiúrtak og auðir kjörseðlar). Flutningsmenn: Andrés Magnússon og Lýður Árnason.
    4. Breytingartillaga við kafla um kosningar til Alþingis og alþingismenn (auðir kjörseðlar). Flutningsmaður: Dögg Harðardóttir.
    5. Breytingartillaga við kafla um kosningar til Alþingis og alþingismenn (fjöldi alþingismanna). Flutningsmenn: Þorkell Helgason og Þorvaldur Gylfason.

    Breytingartillögum þessum var vísað til umfjöllunar með frumvarpsdrögum, sjá bókun undir lið 6 hér á eftir.

    Fundarhlé.

    3.2 Utanríkismál, tillögur um breytingar á áður samþykktum greinum lagðar fram til afgreiðslu í áfangaskjal.

    Tillögurnar varða þrjú ákvæði (nr. 1-3) í þeim kafla áfangaskjals sem ber yfirskriftina „Utanríkismál", sjá fylgiskjal með fundargerð. Skjalið var lagt fram til afgreiðslu.

    Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður verkefnanefndar C, gerði grein fyrir málinu.

    Að lokinni framsögu formanns gaf fundarstjóri orðið laust og eftirtaldir tóku til máls: Pétur Gunnlaugsson, Andrés Magnússon og Vilhjálmur Þorsteinsson.

    Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður nefndarinnar, fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum.

    Tillögur C-nefndar voru teknar til afgreiðslu.

    Atkvæði féllu svo:
    Samþykk: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.
    Á móti: Enginn.
    Sátu hjá: Erlingur Sigurðarson, Pétur Gunnlaugsson.
    Fjarverandi: Freyja Haraldsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir.

    Tillögurnar voru því samþykktar inn í áfangaskjal, með 21 atkvæði.

    Fundi var frestað kl. 17.25 og fram haldið miðvikudaginn 13. júlí kl. 9.30.

    Þá voru mættir eftirtaldir fulltrúar: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.

    Þá sat fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stjórnlagaráðs.

    Forföll höfðu boðað: Ástrós Gunnlaugsdóttir og Freyja Haraldsdóttir.

    Fundurinn var opinn fyrir gesti og sýndur í beinni útsendingu á vefnum stjornlagarad.is.

    Formaður Stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, setti fundinn og stýrði honum.

    4. Skýrsla og tillögur B-nefndar

    4.1 Störf Alþingis, ráðherrar og ríkisstjórn, stjórnsýsla og eftirlit, forseti Íslands, sveitarstjórnir, tillögur um breytingar á áður samþykktum greinum lagðar fram til afgreiðslu í áfangaskjal.

    Katrín Fjeldsted, formaður verkefnanefndar B, gerði grein fyrir vinnu nefndarinnar og fór yfir tillögurnar í heild sinni, enda yrðu ekki gerðar athugasemdir við það fyrirkomulag.

    Pawel Bartoszek lagði fram dagskrártillögu um að kosningu á milli tveggja valkosta í grein um ráðherra og Alþingi yrði látin falla niður. Dagskrártillögu frestað.

    Að lokinni framsögu formanns gaf fundarstjóri orðið laust og eftirtaldir tóku til máls: Vilhjálmur Þorsteinsson, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pétur Gunnlaugsson og Lýður Árnason.

    Fundarhlé.

    Að loknu fundarhléi var umræðum fram haldið og til máls tóku eftirtaldir: Pawel Bartoszek, Eiríkur Bergmann Einarsson, Þorkell Helgason, Katrín Fjeldsted, Dögg Harðardóttir, Gísli Tryggvason, Pétur Gunnlaugsson, Pawel Bartoszek, Ari Teitsson, Katrín Oddsdóttir, fundarstjóri lokað mælendaskrá, Andrés Magnússon, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Dögg Harðardóttir, Pawel Bartoszek, Þorkell Helgason og Þorvaldur Gylfason.

    Fundarhlé.

    Ari Teitsson tók við fundarstjórn.

    Að loknu hléi var fundi fram haldið og til máls tóku eftirtaldir: Íris Lind Sæmundsdóttir, Silja Bára Ómarsdóttir, Gísli Tryggvason, Lýður Árnason, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Örn Bárður Jónsson, Vilhjálmur Þorsteinsson og Salvör Nordal.

    Katrín Fjeldsted, formaður nefndarinnar, fékk orðið um fram komnar athugasemdir og ábendingar frá fulltrúum.

    Atkvæðaseðill, sem B-nefnd hafði útbúið vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu á milli tveggja valkosta í grein um ráðherra og Alþingi var dreginn til baka. Pawel Bartoszek dró þá einnig til baka framangreinda dagskrártillögu sína.

    Tillögur B-nefndar voru teknar til afgreiðslu.

    Atkvæði féllu svo:
    Samþykk: Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Örn Bárður Jónsson.
    Á móti: Enginn.
    Sátu hjá: Andrés Magnússon, Erlingur Sigurðarson, Salvör Nordal.
    Fjarverandi: Ástrós Gunnlaugsdóttir, Freyja Haraldsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir.

    Tillögurnar voru því samþykktar inn í áfangaskjal, með 19 atkvæðum.

    Fram komu fimm breytingartillögur, nánar tiltekið þessar:

    1. Breytingartillaga við ákvæði 3. mgr. 3. gr. í kafla um ráðherra og ríkisstjórn (fjöldi ráðherra). Flutningsmenn: Eiríkur Bergmann Einarsson og Gísli Tryggvason.
    2. Breytingartillaga við ákvæði 2. mgr. 12. gr. í kafla um störf Alþingis (jafnræðis sé gætt við samráð á undirbúningsstigi löggjafar). Flutningsmaður: Gísli Tryggvason.
    3. Breytingartillaga við ákvæði um eignir og skuldbindingar ríkisins í kafla um störf Alþingis (hert ákvæði um ríkisábyrgð). Flutningsmenn: Andrés Magnússon, Arnfríður Guðmundsdóttir, Örn Bárður Jónsson, Gísli Tryggvason, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Pétur Gunnlaugsson, Þorvaldur Gylfason.
    4. Breytingartillaga við ákvæði 16. og 17. gr. í kafla um störf Alþingis (skipan skattamála og eignir og skuldbindingar ríkisins), 3. gr. í kafla um ráðherra og ríkisstjórn (stjórnarmyndun) og 1. gr. í kafla um Stjórnsýslu og eftirlit (skipun embættismanna). Flutningsmaður: Andrés Magnússon.
    5. Breytingartillaga við ákvæði 14. gr. í kafla um störf Alþingis (málskotsréttur forseta). Flutningsmenn: Katrín Oddsdóttir og Pétur Gunnlaugsson.

    Breytingartillögum þessum var vísað til umfjöllunar með frumvarpsdrögum, sjá bókun undir lið 6 hér á eftir.

    5. Drög að formála stjórnarskrárinnar.
    Fundarstjóri skýrði frá því að umfjöllun A-nefndar hefði ekki verið að fullu lokið í gær og gaf Erni Bárði Jónssyni orðið.

    Örn Bárður Jónsson kynnti tillögu um aðfaraorð að stjórnarskrá og vinnu nokkurra fulltrúa við hana. Fundarstjóri óskaði eftir því að texti tillögunnar yrði sendur fulltrúum.

    6. Næsti ráðsfundur

    Fundarstjóri lýsti því að stjórn tæki nú fyrirliggjandi drög að áfangaskjali til umfjöllunar og ynni drög að frumvarpi.

    Í lok fundar fór fundarstjóri yfir þær breytingartillögur sem fram höfðu komið á fundinum, alls tólf talsins, sbr. bókanir undir liðum 2.1, 3.1 og 4.1 hér að framan.

    Fram kom, sbr. einnig fundarboð, að vinnu við áfangaskjal er að ljúka og þær breytingartillögur fulltrúa sem fram kunna að koma á fundinum munu því koma til umfjöllunar síðar, með sama hætti og breytingartillögur við frumvarpsdrög (sjá 15. gr. starfsreglna). Frágangur breytingartillagna þarf þá að vera formlegri og rökstuðningur ítarlegri en áður.

    Lýður Árnason fékk orðið og tók til máls.

    Boðað verður til næsta ráðsfundar með dags fyrirvara, í samræmi við starfsreglur ráðsins.


    Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.25.


    Fundargerð rituðu Sif Guðjónsdóttir og Guðbjörg Eva Baldursdóttir.