40. fundur A-nefndar

08.07.2011 14:30

Dagskrá:

 

  1. Barnagrein.
  2. Greinagerðir.
  3. Önnur mál.

 

Fundargerð

40. fundur A-nefndar, haldinn föstudaginn 8. júlí 2011, kl. 14.00-14.45.

Mætt voru: Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason. Fjarvistir hafði boðað Freyja Haraldsdóttir. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.

1. Barnagrein

Nefndin fór yfir athugasemdir sem bárust frá Hrefnu Friðriksdóttur við grein um réttindi barna. Taldi nefndin tillögur Hrefnu mjög til bóta og mun leggja til breytingar í samræmi við athugasemdir hennar á næsta ráðsfundi.

2. Greinargerðir

Nefndarfólki var úthlutað greinargerðum til að vinna í yfir helgina, svo hægt verði að leggja drög að frumvarpi Stjórnlagaráðs undir lok næstu viku.

3. Önnur mál

a. Breytingar á næsta ráðsfundi:
Samþykktar voru lítils háttar breytingar á ákvæðum í mannréttindakafla, sem nefndin vill koma til afgreiðslu á næsta ráðsfundi.