38. fundur A-nefndar

07.07.2011 09:30

Dagskrá:

 

  1. Greinargerðir.
  2. Önnur mál.

 

Fundargerð

38. fundur A-nefndar, haldinn fimmtudaginn 7. júlí 2011, kl. 9.30-10.50.

Mætt voru: Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.

1. Greinargerðir

Nefndin fór yfir það hvernig vinna við greinargerðaskrif stæði. Ljóst þótti að mikil vinna væri fram undan, sérstaklega miðað við þann skamma tíma sem til stefnu væri. Gott væri að nefndin gæti tekið heilan starfsdag í að vinna saman í greinargerðunum.

2. Önnur mál

 

  • Skyldur samkvæmt alþjóðlegum samningum: Samþykkt að láta ákvæðið ná yfir samninga á sviði umhverfismála, auk mannréttindasamninga.
  • Þjóðkirkjuákvæði: Nefndin ræddi skoðanakönnun um þjóðkirkjuákvæði, sem framkvæmd verður meðal ráðsliða að loknum þessum fundi nefndarinnar. Hún var sammála um að almennt væri hún hrifnust af málamiðluninni sem birtist í leið C, þ.e. að kirkjuskipan ríkisins færðist í almenn lög.

 

Eftirtalin erindi voru kynnt og rædd á fundinum

· 34338 Guðmundur Helgason - Tillaga um að tilgreina bæði kynhneigð og kynvitund í mannréttindakafla/jafnræðisreglu stjórnarskrár