33. fundur B-nefndar

04.07.2011 10:00

Dagskrá:

1. Yfirferð yfir athugasemdir fræðimanna

 

Fundargerð

33. fundur B-nefndar haldinn 4. júli 2011, kl. 10:00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Katrín Fjeldsted, Pétur Gunnlaugsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Gísli Tryggvason, Erlingur Sigurðarson og Eiríkur Bergmann Einarsson. Þá sat fundinn Salvör Nordal, Ari Teitsson og Íris Lind Sæmundsdóttir.

Ástrós Gunnlaugsdóttir og Vilhjálmur Þorsteinsson höfðu boðað forföll.

Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir ritaði fundargerð.

Formaður Katrín Fjeldsted setti fundinn. Gengið var til dagskrár.

 

1. Athugasemdir fræðimanna/niðurstöður fundar 2. júlí.

 

Umræður um meðferð þingmála. Markmið er að auka samráð löggjafar- og framkvæmdarvalds á frumstigi.
Bent á að skýra þurfi betur í hverju breytingin felst að lagafrumvörp fari fyrst inn í nefnd áður en þau fara til fyrstu umræðu. Íris Lind bendir á að kanna þurfi hver kerfisbreytingin hafi orðið og hvaða kostir eru fólgnir í því að frumvörp fari fyrst í nefnd fremur en við fyrstu umræðu.

Samþykkt að skipa starfshóp sem mótar tillögu að ákvæði og skýringu um meðferð þingmála. Í honum sitja Gísli Tryggvason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Pétur Gunnlaugsson.

Fundi frestað kl. 14:00.
Fundi framhaldið kl. 14.00.

Farið yfir breytingar á kaflanum um ráðherra og rikisstjórn frá 32. fundi þann 2. júli, sem Vilhjálmur og Katrín höfðu tekið að sér að gera breytingar á í kjölfar minnisblaðs frá Ragnhildi Helgadóttur.

 

2. Önnur mál.

 

Gert var grein fyrir að óskað hefði verið umsagnar frá Birgi Hermannssyni , stjórnmálafræðingi. Samþykkt að Birgir komi á fund nefndarinnar í kjölfarið.
Ástrós Gunnlaugsdóttir hafði yfirfarið vinnuskjöl þann 3. júlí um undirrstöður, ráðherra og ríkisstjórn, kafla um forseta Íslands og sveitarfélög og samræmt greinargerðir við það sem hafði verið lagt fram á ráðsfundum.

Rætt var fyrirkomulag á greinargerðarskrifum og skiptingu verkefna milli nefndarmanna.

Þá tekur Eiríkur Bergmann Einarsson við sæti Vilhjálms Þorsteinssonar í starfshóp um embætti forseta Íslands.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.