30. fundur B-nefndar

29.06.2011 13:00

Dagskrá:

1. Breytingartillögur og yfirferð.

Fundargerð

30. fundur B-nefndar haldinn 29. júní 2011, kl. 10.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Katrín Fjeldsted, Vilhjálmur Þorsteinsson, Eiríkur Bergmann Einarsson, Pétur Gunnlaugsson og Erlingur Sigurðarsson.

Ástrós Gunnlaugsdóttir hafði boðað forföll og Gísli Tryggvason tilkynnti veikindi.

Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir ritaði fundargerð.

Formaður, Katrín Fjeldsted, setti fundinn.

 

1. Skipan starfshóps um forseta Íslands.

Samþykkt að skipa starfshóp þvert á nefndir um hlutverk forseta Íslands.

 

 

2. Breytingartillögur eftir umsagnir sérfræðinga.

 

Farið var yfir athugasemdir sérfræðinga við tillögur nefndarinnar:

1) Tillögu Bjargar Thorarensen, prófessors í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, frá mánudeginum 27. júní. Breytingar voru gerðar í samræmi við ýmsar athugasemdir Bjargar, m.a. í tengslum við ákvæði um ráðherraábyrgð.

2) Tillögu Páls Þórhallssonar, sérfræðings við forsætisráðuneytið, um frumkvæði að lagasetningu og löggjafarferlið. Ákveðið var að skýrt yrði tekið fram að ráðuneyti kæmu enn að samningu frumvarpa en ráðherrar þyrftu fyrst að leggja þau fram í þingnefndum og afla þar brautargengis m.a. með hliðsjón af því að samráð sé haft um lagasetningu. Breytt var ákvæði um meðferð þingmála.

Þórhildur Þorleifsdóttir mætti á fundinn kl. 11.00.

3) Tillögu Sigurðar Rúnars Sigurjónssonar, ritara fjárlaganefndar Alþingis, um meðferð fjárlaga, fjárstjórn og fjáraukalög. Ákveðið var að takmarka eða þrengja heimild til fjáraukalaga.

3. Skipun í starfshóp um forseta Íslands.

Ákveðið að Vilhjálmur Þorsteinsson og Þórhildur Þorleifsdóttir fari úr nefnd B að vinna að málefnum forseta Íslands.

Eiríkur Bergmann Einarsson vék af fundi.

Bókað: Erlingur Sigurðarson telur að fundurinn sé ólögmætur þegar aðeins þrír nefndarmenn eru viðstaddir samkvæmt starfsvenju. Þá mótmælti hann aðferð formanns við skipun starfshóps þ.e. að tilkynna einhliða skipun strax í upphafi fundar eftir hádegi. Formaður hafi sagt fyrir fundarhlé að tilnefnt yrði í hópinn á fundi nefndarinnar en ekki yrði skipað einhliða af formanni eða stjórn.

4. Breytingar á meðferð fjárlaga og fjáraukalaga.

Gerð var tillaga að breytingu á ákvæði um greiðsluheimildir og fjáraukalög.

Gerð var tillaga að breytingu á ákvæði um gerð fjárlaga, m.a. að fordæmi stjórnlaganefndar um fjárstjórn ríkisins.

Gerðvar  tillaga að breytingu á ákvæði um meðferð fjárlaga.

5. Sveitarstjórnir.

Gerð var tillaga að breytingum á skýringartexta með grenndarreglu, sem og rætt hvaða hugtak væri best til fallið fyrir regluna. Bent á að grenndarréttur er hugtak í lögfræði og ekki megi rugla þessu saman.

Fleira var ekki gert og fundið slitið kl. 15.30.