35. fundur C-nefndar

28.06.2011 09:30

Dagskrá:

 

Dagskrá:

1. Kafli um dómsvaldið.
2. Önnur mál.

 

Fundargerð

35. fundur C-nefndar, haldinn 28. júní 2011, kl. 9.30-12.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson og Þorkell Helgason. Guðmundur Gunnarsson boðaði forföll. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Kafli um dómsvaldið

Rætt var um hvort rétt sé að fylgja texta stjórnlaganefndar í 2. gr. varðandi sjálfstæði dómstóla.
Rætt var um lögsögu dómstóla og að taka út setningu um að dómstólar skeri úr um lögmæti almennra kosninga. Það sé við lýði nú þegar, en spurning um vald Alþingis varðandi kjörgengi og kjörbréf.
Rætt var um ákvæði um skipan dómara og hve ítarlegt það eigi að vera í stjórnarskrá, hvort það sé ráðherra eða forseti sem eigi að skipa þá, hvort það sé hæfnisnefnd sem tryggi best hæfni og málefnaleg sjónarmið og hvort það þurfi meirihluta eða aukinn meirihluta þings til að samþykkja ef ekki er farið að ráðum hæfnisnefndar.
Rætt um uppröðun kaflans í ljósi breytingartillögu KO og ÞH.

2. Önnur mál

Rætt um starfið fram undan og vinnslu greinargerða við ákvæði einstakra kafla.

3. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti fundur í C-nefnd yrði miðvikudaginn 29. júní kl. 9.30, en til hans yrði boðað með tilkynningu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.00.