31. fundur A-nefndar

27.06.2011 10:00

Dagskrá:

 

  1. Ákvæði um náttúru og auðlindir.
  2. Undirbúningur fyrir fund með Björgu Thorarensen.
  3. Önnur mál.

 

Fundargerð

31. fundur A-nefndar, haldinn mánudaginn 27. júní 2011, kl. 9.00-12.05 og 12.55-13.25.

Mætt voru: Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.

Björg Thorarensen var gestur á fundinum kl. 10.00-12.00. Pawel Bartoszek sat fundinn kl. 11.30-12.00.

1. Ákvæði um náttúru og auðlindir

Smávægilegar breytingar voru gerðar á orðalagi ákvæða um náttúru og auðlindir, í ljósi framkominna athugasemda. Sérstaklega var ákveðið að hverfa frá orðalaginu „náttúra Íslands er friðhelg“, þar sem það gæti vakið óþarfar deilur.

2. Undirbúningur fyrir fund með Björgu Thorarensen

Nefndin ræddi óformlegar athugasemdir sem Björg Thorarensen gerði við nokkur atriði í tillögum að breyttum mannréttindakafla. Björg verður gestur á næsta fundi nefndarinnar og mun þá gefast tækifæri til að spyrja hana formlega út í þau atriði sem betur mættu fara.

3. Önnur mál

Afmælissöngurinn var sunginn fyrir Freyju Haraldsdóttur.