33. fundur C-nefndar

23.06.2011 09:30

Dagskrá:

 

Dagskrá:

1. Kafli um kosningar og alþingismenn.
2. Heimsókn Bjargar Thorarensen lagaprófessors.
3. Önnur mál.

 

Fundargerð

33. fundur C-nefndar, haldinn 23. júní 2011, kl. 9.30-15.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Salvör Nordal og Þorkell Helgason. Gestur fundarins var Björg Thorarensen. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Kafli um kosningar og alþingismenn

Formaður taldi brýnt að klára breytingartillögur við kafla um kosningar til afgreiðslu á föstudag. Rætt var um orðalag fyrir ráðsfund. Samþykkt til framlagningar.

2. Heimsókn Bjargar Thorarensen lagaprófessors

Björg Thorarensen prófessor fór yfir skriflegar athugasemdir sínar við kafla nefndarinnar og þær spurningar sem til hennar var beint í framhaldinu.

3. Kafli um lýðræðislega þátttöku almennings

Rætt um mögulegar breytingar á kaflanum í áfangaskjal.

4. Önnur mál

Engin önnur mál.

5. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti fundur í C-nefnd yrði mánudaginn 27. maí kl. 10.00, en til hans yrði boðað með tilkynningu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00.