28. fundur A-nefndar

22.06.2011 09:00

Dagskrá:

 

  1. Fundargerðir.
  2. Lokayfirferð mannréttindakafla.
  3. Önnur mál.

 

Fundargerð

28. fundur A-nefndar, haldinn miðvikudaginn 22. júní 2011, kl. 9.00-12.11 og 14.40-15.50.

Mætt voru: Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.

1. Fundargerðir

Fundargerðir 14 og 19-23 samþykktar án breytinga. Fundargerð 18. fundar samþykkt með breytingum.

2. Lokayfirferð mannréttindakafla

Nefndin fór yfir allar greinar kaflans, með innkomin sérfræðiálit til hliðsjónar. Úr því urðu nokkrar breytingar á texta ákvæðanna, sem lagðar verða fyrir næsta ráðsfund.

3. Önnur mál

a. Greinargerðir
Ákveðið var að skipta greinargerðarvinnu þannig á milli nefndarfólks að tveir taki hverja grein að sér. Þannig verði farnar tvær umferðir yfir allan texta. Formaður og nefndarritari úthluta verkefnum á nefndarfólk.

Eftirtalin erindi voru lögð fram og rædd á fundinum

• 33921
• 33986