30. fundur C-nefndar

20.06.2011 09:30

Dagskrá:

 

Dagskrá:

1. Kafli um dómsvaldið.

2. Kafli um lýðræðislega þátttöku almennings.

3. Önnur mál.

Fundargerð

30. fundur C-nefndar, haldinn 20. júní 2011, kl. 09.30 - 12.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson og Þorkell Helgason. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Kafli um dómsvaldið

Rætt um tillögu VÞ, KO ofl. um uppröðun ákvæða.
Rætt um 7. gr. og lagt til nafnið sérskipaður Hæstiréttur.
Rætt um tillögu ÓÞR og KO um fjölda dómara.
Rætt um tillögu um að setja inn í ákvæðið hverjir geti vísað til lögspurningum til sérskipaðs Hæstaréttar.
Rætt um tillögu ÞG um að setja í ákvæði að dæma beri einnig eftir anda laganna.
Rætt um tillögu LÁ um skipunartíma dómara.
Rætt um hverjir eigi að skipa dómara og hvort rétt sé að forseti komi að því með hæfnisnefnd.

 

2. Kafli um lýðræðislega þátttöku almennings

Rætt um áhyggjur vegna beins lýðræðis af réttindum minnihlutahópa, að stjórnvöld geti ekki tekið óvinsælar ákvarðanir og að stjórnmálamenn geti skotið sér undan ábyrgð. Kostir beins lýðræðis eru réttindi meirihluta, síður teknar rangar ákvarðanir og sjálfsábyrgð þjóðar.
Rætt um möguleika að undanskilja mannréttindamál þjóðaratkvæðagreiðslum.
Rætt um mögulegan umsagnaraðila sem hefur milligöngu um hvaða mál skulu sett í þjóðaratkvæði til að verja minnihlutahópa.
Rætt um nýja grein um tillögurétt þjóðar til Alþingis, að 2% kjósenda gætu lagt fram mál á Alþingi.

3. Önnur mál

Engin önnur mál.

4. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti fundur í C-nefnd yrði þriðjudaginn 21. júní kl. 10.00, en til hans yrði boðað með tilkynningu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.00.