29. fundur C-nefndar - sameiginlegur

15.06.2011 14:00

Dagskrá:

Dagskrá:

1. Kafli um utanríkismál.
2. Kafli um lýðræðislega þátttöku almennings.
3. Önnur mál.

Fundargerð

29. fundur C-nefndar, haldinn 15. júní 2011, kl. 14.00-16.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Kafli um utanríkismál

Rætt var um hvort taka eigi fram í utanríkismálakafla að forseti komi fram sem þjóðhöfðingi.
Rætt var um ákvæði um að Alþingi verði að samþykkja stuðning Íslands við hernaðaraðgerðir, en velt upp hvort það ætti að áskilja aukinn meirihluta við slíkar ákvarðanir.
Rætt var um að nafngreina ekki einstakar nefndir Alþingis í stjórnarskrá eins og utanríkismálanefnd, ræða frekar um þá nefnd sem fer með utanríkismál.
Rætt var um orðið fyrirsvar og hvort sé hægt að finna betra orðalag.
Rætt var um að orðið þjóðréttarsamningar séu betri en alþjóðasamningar. Verður að gæta samræmis
Rætt var um að nota frekar orðið Ef í stað Þegar í 2. mgr. 3. gr.

 

2. kafli um lýðræðislega þátttöku almennings

Formaður fór yfir breytingartillögur frá síðasta ráðsfundi.
Rætt var um áhyggjur af því að forseti hafi málskotsrétt, og ef einungis 10% kosningabærra manna geti farið fram á þjóðaratkvæði, þá muni ríkisstjórn og Alþingi geta forðast óvinsælar ákvarðanir. Lagt var til að þetta hlutfall fari í allt að 30%. Einnig rætt um að það sé alltof hátt hlutfall.
Rætt var um skýrara orðalag í 1 gr. og samræmi þegar orðin frumvarp og lög eru notuð.
Rætt var um að það skapi ábyrgð að láta minnihluta þings fá rétt til að senda nýsamþykkt lög í þjóðaratkvæði.
Rætt var um að forseti geti bæði skotið til þjóðar samþykktum lögum og frumvörpum sem var hafnað af Alþingi.
Rætt var um að tímaramminn innans árs sé of langur tími.

3. Önnur mál

Engin önnur mál.

4. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti sameiginlegi fundur í C-nefnd yrði hinn 20. júní kl. 9.30.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00.