23. fundur B-nefndar

15.06.2011 09:30

Dagskrá:

1. Nefnd B - Umræða um óafgreidd mál, sem liggur fyrir að þurfi að koma inn í áfangaskjal 16. júní.

2. Sameiginlegur fundur

a.Sveitarfélög

b. Umboðsmaður Alþingis

 

 

Fundargerð

23. fundur B-nefndar haldinn 15. júní 2011, kl. 09:30, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Katrín Fjeldsted, Vilhjálmur Þorsteinsson, Pétur Gunnlaugsson, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson og Salvör Nordal.

1. Umræða um óafgreidd mál sem liggur fyrir að þurfi að koma inn í áfangaskjal 16. júní.

Samþykkt að þau ákvæði er út af standa, og hafa ekki verið lagt fram til kynningar, komi til umræðu á næsta ráðsfundi þann 24. júní.

Rætt almennt um stöðu á vinnu nefndarinnar, framlögðum tillögum og vinnuna framundan.

23. fundur B-nefndar sameiginlegur haldinn kl. 14:00.

Allir B-nefndar fulltrúar mættir. Aðrir mættir fulltrúar eru Dögg Harðardóttir, Salvör Nordal, Katrín Oddsdóttir, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Örn Bárður Jónsson, Andrés Magnússon, Freyja Haraldsdóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, Silja Bára Ómarsdóttir, Íris Lind Sæmundsdóttir, Guðmundur Gunnarsson og Lýður Árnason.

Gísli Tryggvason boðaði forföll.

Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir ritaði fundargerð.

Formaður B-nefndar Katrín setti fundinn. Gengið var til dagskrár eins og hún var birt samdægurs.

a. Sveitarfélög

- 1. gr. Sjálfstjórn Sveitarfélaga

 

Bent var á að 2. mgr. gæti veitt sveitarfélögum rétt til að höfða mál fengi hún ekki nægilegt fjármagn með verkefnum. Þá sé ekki ljóst hvort að orðalagið hvetji eða leiði til skyldu á sveitarfélög til sameiningar.
Þá var gerð athugasemd við orðalagið „lög ákveða". Segja ætti svo sem mælt fyrir er um í lögum eða kveðið á um í lögum.
Tillaga um orðalagsbreytingu sem væri skýr og sambærileg orðalag í 3. gr. um kosningar og íbúalýðræði: „Sveitarstjórnir fara með stjórn sveitarfélags".

- 2. gr. Nálægðarregla
Í nálægðarreglu ætti að kveða á um skyldu þ.e að sveitarfélög skulu annast en ekki aðeins að sveitarfélög annist.
Athugasemd um að orðalagið sé ekki nægilega skýrt en ánægja með markmið ákvæðisins.

Áhyggjur komu fram að skipulagsvaldið geti verið misbeitt þannig að það komi niður á þeim sem síst skyldi sbr. flugvöllur. Á það að heima í stjórnarskrá að skipulagsvaldið geti þurft að vera á almennum og félagslegum nótum í stað þess að vera alfarið hjá viðkomandi sveitarfélagi?

- 3. gr. Kosning sveitarstjórna og íbúalýðræði
Bent á að ekki sé kveðið á um persónukjör til sveitarstjórna. Hins vegar bent á að lög um Alþingiskosningar eigi að taka við þegar ákvæði um kosningu til sveitarstjórna sleppir og eftir því sem við á.

- 4. gr. Samráðsskylda
Bent á að eðlilegra sé að hafa almenna samráðsreglu sem næði ennfremur til þess ákvæðis.

 

b. Umboðsmaður Alþingis.

Athugasemdir gerðar við að breyta nafninu, þá séu ekki komin fram efnisleg rök fyrir nafnabreytingu en hafa verði í huga að Umboðsmaður starfi í umboði Alþingis en ekki almennings. Bent á að ákvæðið hafi í för með sér eðlisbreytingu á embættinu. Þá liggi ekki ljóst fyrir hvað breytist í núverandi störfum Umboðsmanns.

Fleiri taka undir að ekki eigi að fela Umboðsmanni úrskurðarvald. Hafi í för með sér að krafa verður um formlegri málsmeðferð og farið sé að ákveðnum formkröfum. Kanna þurfi áhrif þess að hann kveði upp binandi úrskurði og hvort þar með verði embættið ekki að eins konar stjórnsýsludómstól.
Hugmynd um nafnabreytingu í ármaður Alþingis og Umboðsmaður þings og þjóðar.
Fram koma sjónarmið að tilvist embættisins sé almenningi ekki ljós en nafnabreyting gæti haft í för með sér aukna vitund borgara á tilvist og starfsemi embættisins.
Fram kemur athugasemd um að nóg sé að tilmæli Umboðsmanns séu bindandi en ekki sjálf álitin.
Bent á að stytta megi ákvæðið til muna en of mikil starfslýsing sé innan þess. Betra ef ákvæðið er með knappasta móti.
Athugasemd gerð við að hægt sé að leita ásjár dómstóla ef stjórnvald vill hnekkja úrskurði. Mögulega séu erfiðleikar við það fyrirkomulag sem ekki er búið að sjá fyrir.
Fram kemur að markmiðið sé að binda stjórnvöld til að fara eftir tilmælum Umboðsmanns. Þá séu nefndir innan stjórnsýslunnar sem hafi endanlegt úrskurðarvald er bindi borgarana, og eigi að leysa úr ágreiningi sem er bindandi. Sama hugsun og því óljóst af hverju það er gagnrýnt á þeim grundvelli.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 14:15.