28. fundur C-nefndar

15.06.2011 09:30

Dagskrá:

 

Dagskrá:
1. Kafli um kosningar og alþingismenn.
2. Önnur mál.

 

Fundargerð

28. fundur C-nefndar, haldinn 15. júní 2011, kl. 9.30-12.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson og Þorkell Helgason. Ari Teitsson boðaði forföll. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Kafli um kosningar og alþingismenn

Rætt var áfram um 1.gr. tillögunnar um kosningar til Alþingis. Rætt um kynjasjónarmið og hvort það eigi að vera þröskuldur í persónukjörskerfi. Ákveðið var að hafa þröskuld upp á tvo þingmenn.
Rætt um að í orðunum jafnt hlutfall felist í raun skv. hefðum í lögum og alþjóðasamningum hlutfallið 40/60. Spurt var af hverju alls staðar séu heimildarákvæði í greininni nema varðandi kynjasjónarmið sem skal vera skylda.
Rætt var um að setningin sé markmiðssetning og skal það vera í kosningalögum að listar verði að bjóða fram jafna lista en það á ekki að binda hendur kjósenda í persónukjöri. Þá er spurning um að orða greinina þannig að „á framboðslistum skal ná sem jöfnustu hlutfalli“.
Ákveðið var að samþykkja breytingartillögu, um skyldu en ekki heimild fyrir löggjafann, inn í aðaltillöguna en það þarf að endurskrifa skýringarnar sem með fylgdu. Þó eru skiptar skoðanir um þetta.

2. Önnur mál

Engin önnur mál.

3. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti sameiginlegi fundur í C-nefnd yrði hinn 15. júní kl. 14.00.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.00.