21. fundur B-nefndar

09.06.2011 09:30

Dagskrá:

1. Athugasemdir sem komu fram á sameiginlegum fundi 8. júni.

 

Fundargerð

21. Fundur B-nefndar haldinn 9. júní 2011, kl. 09.30, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Katrín Fjeldsted, Vilhjálmur Þorsteinsson, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Erlingur Sigurðarson, Eiríkur Bergmann Einarsson og Salvör Nordal.

Gísli Tryggvason boðaði forföll og Pétur Gunnlaugsson hafði boðað seinkun.

Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir ritaði fundargerð.

Formaður, Katrín Fjeldsted, setti fundinn.
1. Athugasemdir sem komu fram á sameiginlegum fundi 8. júní.

Nefndarmenn fóru yfir athugasemdir ráðsfulltrúa sem fram komu á sameiginlegum fundi ráðsfulltrúa þann 8. júní.

Pétur Gunnlaugsson mætti á fundinn kl. 10:15.

Örfáar orðalagsbreytingar voru gerðar. Veigamestu breytingar á tillögum B-nefndar eftir athugasemdir ráðsfulltrúa voru eftirfarandi:

Forseti Íslands skilgreindur sem handhafi ríkisvalds í 2. gr. er fjallar um handhafa ríkisvalds.
Heimild til útgáfu bráðabirgðalaga felld niður.
Þá var ákveðið að leggja eftirfarandi skjöl til kynningar á ráðsfundi þann 9. júní.
- Kafla um undirstöður
- Fleiri ákvæði í kafla um ráðherra og ríkisstjórn þ.m.t. ráðherraábyrgð.
- Fleiri ákvæði í kafla um Alþingi, þ.m.t. um fjárstjórnarvald og Lögréttu.
- Þá var jafnframt lagt fram ákvæði um ríkissaksóknara sem er nú staðsett í kafla um stjórnsýslu og eftirlit.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 11.30.