27. fundur C-nefndar - sameiginlegur

14.06.2011 12:30

Dagskrá:

Dagskrá:

1. Kafli um kosningar og alþingismenn.
2. Önnur mál.

Fundargerð

27. fundur C-nefndar, haldinn 14. júní 2011, kl. 12.30-13.30, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Pálsdóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason og Örn Bárður Jónsson. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Kafli um kosningar og alþingismenn

Formaður setti fund og fór yfir breytingartillögu Silju Báru um 1. gr. varðandi kosningar til Alþingis. Áhyggjur formanns lúta að orðalagi í skýringum sem gera ráð fyrir bundnum listakosningum og það samrýmist ekki grunnhugsun persónukjörs. Rætt var um hvort ráðið vilji skoða aðra möguleika en persónukjör.
Rætt var um að breytingartillagan sé ekki ósamrýmanleg grunnhugsuninni um persónukjör, þetta geti farið saman og finna þurfi lausn sem málamiðlun. Rætt var um ánægju með grunnhugsun persónukjörs en leita verður leiða til að tryggja kynjasjónarmið.
Rætt var um mun á breytingartillögunni og skýringum hennar. Almennt er litið svo á að þeir sem styðji tillögu styðji einnig skýringarnar við henni.
Vilji er til að vinna áfram með tillögu nefndarinnar.

2. Önnur mál

Engin önnur mál.

3. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti sameiginlegi fundur í C-nefnd yrði hinn 15. júní kl. 9.30, en til hans verði boðað með tilkynningu. 26. fundur heldur áfram kl. 14.00.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.30.