26. fundur C-nefndar

14.06.2011 09:30

Dagskrá:

 

Dagskrá:

1. Fundargerðir.
2. Erindi sem borist hafa nefndinni.
3. Kafli um utanríkismál.
4. Kafli um lýðræðislega þátttöku almennings.
5. Kafli um kosningar og alþingismenn.
6. Önnur mál.

 

Fundargerð

26. fundur C-nefndar, haldinn 14. júní 2011, kl. 9.30-12.00 og 14.00-17.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson og Þorkell Helgason. Ari Teitsson boðaði forföll. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Fundargerðir

Fundargerðir 12. fundar og funda 18-21 bornar upp til samþykktar án athugasemda og teljast samþykktar.

2. Erindi sem borist hafa nefndinni

Farið var yfir erindi sem hafa borist nefndinni og þau rædd (sjá viðauka).

3. Kafli um utanríkismál

Rætt var um afstöðu til orðalags um stríð eða hernaðaraðgerðir í 1. gr. og áhrif veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu og þær skyldur sem landið hefur gengist undir.
Rætt var um að nota orðið alþjóðasamningar fyrir hönd ríkisins í stað samningar við önnur ríki.

4. Kafli um lýðræðislega þátttöku almennings

Rætt var um málskotsrétt forseta, hann verður að haldast í hendur við hvort hann muni skrifa undir lög í tillögum B-nefndar. Velt var upp hversu mikil þörf er á málskotsrétti forseta þegar almenningur og minnihluti þings hafa slíkan rétt.
Rætt var um hvort rétt sé að veita þriðjungi þingmanna heimild til að skjóta málum til þjóðarinnar, og hvort þetta verði notað með ábyrgum hætti eða misnotað. Rætt var um að ef rétturinn er tekinn af minnihluta þings þá verði að lækka hlutfall kjósenda í 10% og hafa málskotsrétt forseta inni. Einnig var rætt um að þriðjungur þingmanna gæti beðið forseta að beita málskoti. Ákveðið að málskot þings sé úti, málskot forseta inni og hlutfall kjósenda 10% auk formkrafna.
Rætt var um þjóðarfrumkvæði. Tillaga var um að greinin falli brott þar sem sumir vilja ekki bindandi þjóðaratkvæði í þessum málum og aðrir telja þetta ákvæði ekki ganga nógu langt.
Rætt var um tillögu PG um bindandi þjóðarfrumkvæði um tiltekið málefni ef 15% kosningabærra manna krefjast þess, og svipaða tillögu LÁ nema hlutfallið sé 10%.
Rætt um að 10-15% þjóðar geti útbúið frumvarp, opinber aðili stimpli það tækt og það sé lagt fyrir þjóð í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Tillaga um að nota valkost A frá stjórnlaganefnd, nema að tala ekki um tiltekin lög heldur bara málefni og hafa hlutfallið 10%.
Ákveðið var að breyta þjóðarfrumkvæði í þjóðaratkvæði um tiltekin mál, að Alþingi geti látið fara fram þjóðaratkvæði sem er bindandi eða ráðgefandi.
Rætt var um stjórnarskrárbreytingar. Ekki voru lagðar til breytingar á tillögum frá síðasta uppkasti.
Rætt var um breytingar á kirkjuskipan. Ekki voru lagðar til breytingar, en beðið eftir niðurstöðum A-nefndar um kirkjuskipanina.
Rætt var um gildistökuákvæði. Er það barn síns tíma eða á það að hafa vægi áfram? Verður að taka upp á sameiginlegum vettvangi eða í stjórn ráðsins.

5. Kafli um kosningar og alþingismenn

Farið var yfir tillögu ÞH um að taka út orðalag um hlutbundna kosningu. Rætt var um að orðið persónukjör þurfi ekki að vera inni því það er nánar kveðið á um þetta í greininni, eða færa það neðar. Rætt um að bæta inn orðalaginu af landslista. Rætt var um þröskuld eða lágmarksstærð framboða, t.a.m. lágmark tveir sem bjóða fram fyrir hvern lista.
Rætt var um tillögu SBÓ o.fl. um að tryggja beri sem jafnast hlutfall karla og kvenna á þingi, um að ekki sé um heimild heldur skyldu að ræða, og hvaða þýðingu slíkt hafi varðandi vikmörk.

6. Önnur mál

Engin önnur mál.

7. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti sameiginlegi fundur í C-nefnd yrði hinn 15. júní kl. 9.30, en til hans verði boðað með tilkynningu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00.

 

 

Viðauki:

33784 Einar V. Tryggvason - Friðhelgi heimilis og afsal fullveldis
33552 Ákærendafélagið - Sjálfstæði ákæruvalds gagnvart pólitísku valdi tryggt í stjórnarskrá
33541 Magdalena Sigurðardóttir - Um hæfi dómara
33860 Friðrik Erlingsson - Um auða kjörseðilinn
33627 Heiðrún Sveinsdóttir - Kosningar - framboðsfrestur
33625 Björn Einarsson - Rökræðulýðræði og ópólitísk stjórnsýsla
33539 Hinrik Ólafsson - Fjöldi þingmanna - skipting löggjafarvalds og framkvæmdarvalds
33465 Pétur Jósefsson - Framkvæmdarvaldið (kosning dómara)
33529 Menningar- og friðarsamtökin MFÍK - Friðarmál II - um hernaðarbandalög
33409 Samtök hernaðarandstæðinga - Friðar- og afvopnunarmál
33318 Þór Vigfússon - Hernaður
33373 Menningar- og friðarsamtökin MFÍK - Friðarmál
33744 Þorbergur Þórsson - Þjóðaratkvæðagreiðslur og ráðgefandi þing
33732 Guðlaugur Kr. Jörundsson - Val um beint lýðræði eða fulltrúalýðræði
33847 Eva G. Þorvaldsdóttir - Þjóðaratkvæðagreiðsla - auglýsingar
33421 Guðmundur Ágúst Sæmundsson - Leið að eflingu lýðræðissamfélags
33597 Frosti Sigurjónsson - 10 ábendingar um úrbætur á umgjörð þjóðaratkvæðagreiðslna, í ljósi fenginnar reynslu af þjóðaratkvæðagreiðslu
33533 Örn Leó Guðmundsson - Lýðræði þjóðar eða sérhagsmunahópanna
33458 Friðgeir Haraldsson - Alþingi, dýravernd, beint lýðræði, ráðherrar, dómarar, sýslumenn, landið eitt kjördæmi, aðskilnaður ríkis og trúfélaga, fjöldi kjörtímabila þingmanna og forseta, jöfnun lífeyrisréttinda, persónukjör
33471 Þórður Björn Sigurðsson - Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá
33469 Hjörtur Hjartarson - Athugasemdir við tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslur
33148 Örn Sigurðsson - Þjóðaratkvæðagreiðslur
33209 Lýðræðisfélagið Alda - Fyrirtæki, félög og stofnanir lúti lýðræðislegri stjórn
33213 Lýðræðisfélagið Alda - Þjóðaratkvæðagreiðslur
33208 Lýðræðisfélagið Alda - Opið lýðræði
33217 Lýðræðisfélagið Alda - Borgaraþing
33219 Lýðræðisfélagið Alda - Regluleg stjórnlagaþing
33166 René Biasone - Hugleiðingar um nýja stjórnarskrá
33621 Lýðræðisfélagið Alda - Umsögn um fram komnar tillögur Stjórnlagaráðs
33626 Baldur Kristjánsson - Þriðja skýrsla ECRI um Ísland
33625 Björn Einarsson - Rökræðulýðræði og ópólitísk stjórnsýsla