24. fundur A-nefndar

14.06.2011 09:30

Dagskrá:

 

  1. Endurskoðun mannréttindakafla.
  2. Aðfaraorð og uppbygging stjórnarskrár.
  3. Önnur mál.

 

Fundargerð

24. fundur A-nefndar, haldinn þriðjudaginn 14. júní, kl. 9.30-12.00 og 13.25-16.45.

Mætt voru: Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi kl. 9.30-12.00 og kl. 14.10-16.45, Örn Bárður Jónsson, varaformaður sem stýrði fundi kl. 13.25-14.10, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.

Eftirfarandi fulltrúar höfðu tímabundnar fjarvistir: Arnfríður Guðmundsdóttir (kl. 10.40-11.20), Þorvaldur Gylfason (kl. 10.30-11.05) og Örn Bárður Jónsson (kl. 10.40-11.20).

Gísli Tryggvason sat fund nefndarinnar kl. 15.00-15.15.

1. Endurskoðun mannréttindakafla

Nefndin hóf heildarendurskoðun á mannréttindakaflanum, þar sem hliðsjón verður höfð af umræðum á ráðsfundum, innsendum erindum og álitsgerðum sérfræðinga. Ýmsar lagfæringar voru gerðar, með það að markmiði að leggja endurskoðaðan kafla fyrir ráðsfund í næstu viku.

Ákveðið var að bæta orðinu „kynþáttur“ aftur inn í jafnræðisregluna, eftir fjölda ábendinga þess efnis. Illugi Jökulsson bókaði einarða andstöðu sína við að orðinu væri bætt aftur inn. Katrín Oddsdóttir og Örn Bárður Jónsson bókuðu andstöðu sína við orðið, en að þau sætti sig við að bæta því aftur inn með vísan í álit sérfræðinga.

2. Aðfaraorð og uppbygging stjórnarskrár

Rætt var að hefja undirbúning aðfaraorða, sem standa muni fremst í stjórnarskránni.

3. Önnur mál

Engin rædd.

Eftirtalin erindi voru lögð fram og rædd á fundinum

<!--[if !supportLists]-->· <!--[endif]-->33875

<!--[if !supportLists]-->· <!--[endif]-->33864