21. fundur A-nefndar

06.06.2011 10:00

Dagskrá:

 

  1. Upplýsingafrelsi og frelsi fjölmiðla.
  2. Athugasemdir við mannréttindakafla.
  3. Innsend erindi.
  4. Önnur mál.

 

Fundargerð

21. fundur A-nefndar, haldinn mánudaginn 6. júní 2011, kl. 10.20 og 13.00-16.00.

Viðstödd voru Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir (frá kl. 10.40) og Þorvaldur Gylfason. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.

1. Upplýsingafrelsi og frelsi fjölmiðla

Nefndin hélt áfram að vinna með ákvæði um upplýsingafrelsi og frelsi fjölmiðla, með hliðsjón af innsendum erindum og sérfræðiálitum, með það fyrir augum að leggja kaflann fram á næsta ráðsfundi.

2. Athugasemdir við mannréttindakafla

Frestað.

3. Innsend erindi

Frestað.

4. Önnur mál

Borist hafa erindi þar sem Stjórnlagaráð er hvatt til að gera íslensku að þjóðtungu. Nefndarfólk var ekki sannfært um nauðsyn þessa, sérstaklega þar sem það gæti opnað meiri vanda en það leysir. Ef til þess kæmi að þjóðtunga væri tilgreind í stjórnarskrá þyrfti að tryggja jafna stöðu íslenska táknmálsins á við íslenskuna, skilgreina þyrfti ákveðin tungumál sem minnihlutamál og tryggja þyrfti vörn við mismunun á grundvelli tungumáls í jafnræðisreglunni. Nefndin frestaði því að taka endanlega ákvörðun í málinu.

Erindi var lagt fram og rætt á fundinum

  • 33693 Matthías Ásgeirsson: Bönnum þjóðkirkjuna