15. fundur B-nefndar

30.05.2011 10:00

Dagskrá:

Dagskrá:

1. Fundargerðir 9-10 lagðar fram til samþykktar.

3. Forseti Íslands og framkvæmdarvald.

4. Athugasemdir við tillögur ráðsins frá ráðsfundi 26. maí síðastliðinn.

5. Röðun ákvæða í áfangaskjali.

Fundargerð

15. fundur B-nefndar haldinn 30. maí 2011, kl. 10.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Katrín Fjeldsted, formaður, Vilhjálmur Þorsteinsson,varaformaður, Pétur Gunnlaugsson, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson og Salvör Nordal.

Gísli Tryggvason boðaði forföll.

Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir ritaði fundargerð.

Formaður, Katrín Fjeldsted, setti fundinn. Gengið var til dagskrár.

1. Fundargerðir 9-10

Lagðar fram og samþykktar.

2. Embætti forseta Íslands

Vilhjálmur og Ástrós lögðu fram vinnuskjal um hlutverk forseta Íslands. Nefndarmenn rifjuðu upp fyrri umræður nefndarinnar um stöðu og hlutverk forsetans í stjórnskipun Íslands.

Nefndarmenn ræddu um hlutverk forseta við stjórnarmyndun og þær umræður sem fram hafa komið innan ráðsins um að forseti komi við sögu ef talið sé fullreynt að ríkisstjórn verði ekki kosin af þinginu sjálfu. M.a. er vísað til þess að forseti hafi lýðræðislegt umboð enda þjóðkjörinn. Sjónarmið koma fram með og á móti þeirri skipan, m.a. að menningarlegt hlutverk forseta krefjist þess að hann sé ekki bundinn í dægurþras þjóðfélagsumræðna.
Erlingur Sigurðarson mætti á fundinn kl. 10.45.
Nefndarmenn viku umræðum að málskotsrétti forseta en með væntanlegum tillögum að lýðræðislegri þátttöku almennings í auknum mæli með þjóðaratkvæðagreiðslum, var bent á að þörfin fyrir málskotsrétt forseta í núverandi mynd breytist.

Lögð var fram tillaga um ákvæði um skilgreiningu á hlutverki forseta. Slíkt ákvæði yrði í byrjun kafla um forseta Íslands. Sérstaklega yrði vikið að menningarlegu hlutverki hans.

Nefndarmenn ræddu aldursskilyrði forseta. Stjórnlaganefnd leggur til nýmæli um fjölda meðmælenda. Þá var rætt hvort kjósa ætti forseta með tveggja umferða kosningu eða STV-aðferð þ.e. hlutfallskosningu. Nefndarmenn ræddu hvort lágmark meðmælenda ætti að vera um 1% eða 2% og hámark um 3%. Í dag er 1% 2.300 kjósendur og fjöldinn myndi aukast með fjölgun kjósenda.

Þá var rætt um takmörkun á kjörtímabili forseta.
Breyting á stjórnarmyndunarákvæði
• Kjörtímabil
• Þingrof
• Fráfall forseta
• Ríkisráð
• Setning Alþingis
• Falli brott.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 16.00.