17. fundur C-nefndar

27.05.2011 13:00

Dagskrá:
  1. Kafli um kosningar og alþingismenn
  2. Önnur mál

Fundargerð

17. fundur C-nefndar, haldinn 27. maí 2011, kl. 13.10-13.30, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Eiríkur Bergmann Einarsson, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason og Örn Bárður Jónsson. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Kafli um kosningar og alþingismenn

Formaður lagði fram tillögu sína um stuttan formlegan fund og að myndaður yrði starfshópur til að útfæra tillögur sem hann telur að sátt geti náðst um sbr. umræðu 10. ráðsfundar. Það er blanda þess að landið sé eitt kjördæmi en landsvæðum skulu tryggð ákveðin sæti. Í starfshópnum verða þeir sem kjósa og sitja fram eftir degi.

Einnig lagt til að halda áfram almennri umræðu um stöðu landsbyggðar og þéttbýlis og grundvallaratriði.

Rætt um að andi ráðsfundar hefði verið að sjá útfærslu á þessari hugmynd formanns, að gera tillögur um landið eitt kjördæmi og tryggja landsvæðum þingmönnum og persónukjör.
Tillaga formanns var samþykkt og mælst til að þeir sitji áfram sem vilja taka þátt í starfshópnum og vinnu að sameiginlegri tillögu.

2. Önnur mál

Engin önnur mál.

3. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti fundur í C-nefnd yrði mánudaginn 30. maí kl. 10.00, en til hans yrði boðað með tilkynningu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.30.