16. fundur C-nefndar

26.05.2011 09:30

Dagskrá:
  1. Farið yfir athugasemdir um kafla um kosningar og alþingismenn
  2. Önnur mál

Fundargerð

16. fundur C-nefndar, haldinn 26. maí 2011, kl. 09.30–10.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Lýður Árnason og Ómar Þorfinnur Ragnarsson. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Kafli um kosningar og alþingismenn

Formaður fór yfir umræðu á sameiginlegum fundi gærdagsins og lagði til að ekki yrðu lagðar fyrir ráðsfund tillögur að svo stöddu en halda skal áfram umræðunni um kosningar og kjördæmaskipan. Þrátt fyrir allt þokuðust málin í gær og menn færðust nær hver öðrum en þó þarf meiri umræðu og vinnu áður en hægt er að leggja fram tillögur frá nefndinni sem sátt væri um.

Hægt yrði að funda á morgun, föstudag, skipta nefnd í hópa og vinna áfram tillögur, mögulega hægt að ná lendingu með landskjör en landshlutum tryggður lágmarksfjöldi þingsæta.

2. Önnur mál

Engin önnur mál.

3. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti fundur í C-nefnd yrði föstudaginn 27. maí kl. 9.30, en til hans yrði boðað með tilkynningu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.00.