15. fundur A-nefndar

24.05.2011 09:30

Dagskrá:

 

  1. Umhverfis- og auðlindamál.
  2. Mannréttindakafli í heild til kynningar.
  3. Önnur mál.

 

Fundargerð

15. fundur A-nefndar, haldinn þriðjudaginn 24. maí 2011 kl. 9.30-12.00 og 13.30-15.45.

Viðstödd voru Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, Arnfríður Guðmundsdóttir (til kl. 15.00), Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.

Salvör Nordal sat fund nefndarinnar kl. 9.50-11.30.

1. Umhverfis- og auðlindamál

Haldið var áfram endurbótum á mannréttindakaflanum til að bregðast við þeim sjónarmiðum sem fram komu á fundum sem haldnir voru með öðrum fulltrúum í Stjórnlagaráði 18. og 20. maí. Jafnframt var litið til skriflegra athugasemda sem bárust frá Írisi Lind Sæmundsdóttur og Pawel Bartoszek.

2. Mannréttindakafli í heild til kynningar

Farið var yfir þær greinar sem nefndin hyggst leggja fram í heild sinni, m.a. til að gæta að því að brugðist hafi verið við helstu gagnrýni sem fram kom á sameiginlegum nefndafundum. Við yfirferðina var ákveðið að fresta framlagningu ákvæða um fjölmiðla og upplýsingafrelsi, en þær greinar þyrfti að skoða sameiginlega með B-nefnd. Hyggst nefndin því leggja 11 greinar fram til kynningar á næsta ráðsfundi.

3. Önnur mál

Engin rædd.