13. fundur C-nefndar

23.05.2011 10:00

Dagskrá:

 

  1. Fundargerðir
  2. Erindi
  3. Kafli um kosningar og alþingismenn
  4. Önnur mál

 

Fundargerð

13. fundur C-nefndar, haldinn 23. maí 2011, kl. 10.00 - 16.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Lýður Árnason og Ómar Þorfinnur Ragnarsson. Þorkell Helgason var í síma. Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, boðaði forföll. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Fundargerðir

Rætt um að fundargerðir verði almennt sendar sem allra fyrst til nefndarmanna eftir hvern fund. Nokkrar bíða staðfestingar. Teknar fyrir á næsta fundi.

2. Erindi

Farið yfir lista með erindum sem borist hafa ráðinu og tengjast kosningum og kjördæmaskipan (sjá viðauka). Rætt um hvort nefndin eigi að bjóða gestum á fund.

3. Kafli um kosningar og alþingismenn

Farið yfir vinnuplagg formanns um tillögu að greinum um kosningar til Alþingis sem hægt er að vinna með. Tillagan gefur flokkum val á bundnum eða óröðuðum lista, og hvort boðið sé fram í landskjöri eða kjördæmum, og stefnuyfirlýsing um jöfnun atkvæða.

Rætt um tillögu Ara um 8 kjördæmi, opið hvernig kosningum sé hagað í Reykjavík og á Reykjanesi.

Rætt um tillögu Ómars um kjördæmaskipan. Landsbyggð verði tryggðir fulltrúar á Alþingi en landið eitt kjördæmi.

Rætt um að kominn sé tími til að ákveða leiðir. Það er búin að fara fram löng almenn umræða, verður að taka afstöðu til framkominna tillagna og búa til valkosti ef menn eru ekki sammála, og leggja fyrir sameiginlegan fund á miðvikudag. Verði að ákveða hvort það eigi að vera eitt kjördæmi eða mörg, hvort það eigi að vera jafnt atkvæðavægi eða ekki, og hvort það eigi að vera persónukjör og fjöldi þingmanna. Málsmeðferðin verður að leggja áherslu á texta og tillögur sem frá nefndinni mun koma í stað almennrar umræðu.
Í nefnd liggja í raun fyrir tillögur frá Ómari, frá Pawel, frá Ara, og loks frá Þorkeli. Best væri að málsmeðferðin gengi út frá stjórnarskrá og breytingu á henni. Nefndin verður að leggja fram þessar tillögur á sameiginlegum nefndafundi og fá viðbrögð þaðan.

Rætt var um fjölda þingmanna. Það eru hugmyndir um að fækka þeim en á sama tíma á að fela þinginu og nefndum þess fleiri verkefni. Samstaða um óbreytta tölu, 63 þingmenn.

Rætt var um persónukjör, hvort listar bjóði fram bundinn eða óbundinn/óraðaðan lista, og hvernig verður kosið. Nefnd almennt sammála um að flokkarnir eigi að hafa þann möguleika að bjóða fram óraðaðan lista en ekki að það sé skylda. Ákveðið að leggja fram komnar tillögur undir ráðið í tölvupósti.

Rætt um jöfnun atkvæða, hvort það skuli vera alveg jafnt í einu kjördæmi eða hvort það beri að jafna það eins og hægt er í fleiri kjördæmum, og setja hámark á misvægið. Einnig rætt um aðra hluti eins og fjárstjórnarvald og sjálfstjórn í samhengi við breytingar á vægi atkvæða. Nefnd sammála um að stefna beri að frekari jöfnun atkvæðavægis en viðbúið að það verði aldrei 100% jafnt þar sem tryggja ber lágmarksfjölda þingmanna í hverju kjördæmi. Misvægi má þó aldrei fara yfir ákveðna tölu sem er á bilinu 1 á móti 1,2-1,5 í stað 1 á móti 2 eins og er í dag.

Rætt um hvernig kjördæmaskipan nefndin vilji sjá, en einnig rætt um hve ítarlegt ákvæði á að vera í stjórnarskrá, opið eða ítarlegt. Nefndarmenn hvattir til að skrifa upp valkosti og bera þá undir sameiginlegan fund.

4. Önnur mál

Engin önnur mál.

5. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti fundur í C-nefnd yrði þriðjudaginn 24. maí kl. 09.30, en til hans yrði boðað með tilkynningu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00.

Viðauki

33516 Pétur Jósefsson.
33457 Magnús Ragnar.
33470 Sigurður Ingólfsson.
33180 Einar Örn Ólason.
33156 Olgeir Gestsson.
33169 Páll Bragason.
33174 Ólafur S. Björnsson.
33324 Ólafur Hlynur Steingrímsson.
33212 Kristinn Már Ársælsson.
33210 Kristinn Már Ársælsson.
33214 Kristinn Már Ársælsson.
33216 Kristinn Már Ársælsson.