14. fundur A-nefndar

23.05.2011 10:00

Dagskrá:

 

  1. Fundargerðir síðustu funda.
  2. Athugasemdir frá opnum fundum.
  3. Vinna í efnahagslegum og félagslegum réttindum, umhverfisákvæði ef tími gefst.
  4. Önnur mál.

 

Fundargerð

14. fundur A-nefndar, haldinn mánudaginn 23. maí 2011, kl. 10.00-12.00 og 13.00-16.10.

Viðstödd voru Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Illugi Jökulsson og Katrín Oddsdóttir. Auk þess sat Salvör Nordal, formaður Stjórnlagaráðs, fundinn að hluta. Þorvaldur Gylfason og Freyja Haraldsdóttir höfðu boðað forföll. Fundargerð ritaði Sif Guðjónsdóttir.

1. Fundargerðir síðustu funda

Fundargerðir 9., 10. og 11. fundar í nefndinni lagðar fram og samþykktar án athugasemda.

2. Athugasemdir frá opnum fundum

Haldið var áfram endurbótum á mannréttindakafla, ákvæðum 15.-28. gr., til að bregðast við þeim sjónarmiðum sem fram komu á fundum sem haldnir voru með öðrum fulltrúum í Stjórnlagaráði 18. og 20. maí. Jafnframt var litið til skriflegra athugasemda sem bárust frá Pawel Bartoszek, Vilhjálmi Þorsteinssyni og Írisi Lind Sæmundsdóttur.

3. Vinna í efnahagslegum og félagslegum réttindum, umhverfisákvæði ef tími gefst

Farið var yfir ákvæði 15.-28. gr. í mannréttindakafla, þau rædd og nokkrar breytingar gerðar. Þó voru ákvæði um náttúruauðlindir, menningarleg verðmæti og náttúru einungis stuttlega rædd og frekari umfjöllun frestað. Ákvæði um upplýsingafrelsi og frelsi fjölmiðla þarf að skoða í samvinnu við B-nefnd og A-nefnd gerir ráð fyrir að umfjöllun um 77. gr. stjórnarskrár falli einnig undir hina fyrrnefndu.
Formaður Stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, kom á fundinn og tók þátt í umræðum um ákvæði 21.-22. gr., um náttúruauðlindir og menningarleg verðmæti.

4. Önnur mál

Engin rædd.