12. fundur A-nefndar

19.05.2011 09:30

Dagskrá:

 

 

  1. Athugasemdir við vinnuskjal um mannréttindi.
  2. Önnur mál.

 

 

Fundargerð

12. fundur A-nefndar, haldinn fimmtudaginn 19. maí 2011 kl. 10.00-11.30.


Viðstödd voru Örn Bárður Jónsson, varaformaður, sem stýrði fundi, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson og Katrín Oddsdóttir. Fjarvistir höfðu boðað Arnfríður Guðmundsdóttir, Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, og Þorvaldur Gylfason. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.

1. Athugasemdir við vinnuskjal um mannréttindi

Í ljósi athugasemda á sameiginlegum nefndarfundi 18. maí sýnist A-nefnd ljóst að kynna þurfi öðrum fulltrúum ráðsins þá grundvallarsýn sem nefndin hefur haft að leiðarljósi í starfi sínu. Ekki hafi virst einhugur um það hversu langt eigi að ganga í að styrkja efnahagsleg og félagsleg réttindi í mannréttindakaflanum. Rætt var hvort ekki mætti freista þess að ná sátt um kaflann með því að útskýra hugmyndafræði A-nefndar, þann grunntón sem hún telur þurfa að vera í kaflanum. Verður aukafundur með öðrum fulltrúum, sem haldinn verður 20. maí, tekinn undir þessa umræðu, en frekari athugasemdum við efnisinnihald kaflans beint á reglubundinn fund nefndarinnar með öðrum fulltrúum, sem ráðgerður er 26. maí.

2. Önnur mál

Engin rædd.