10. fundur A-nefndar

17.05.2011 09:30

Dagskrá:

 

  1. Vinnuskjal um mannréttindi.
  2. Önnur mál.

 

Fundargerð

10. fundur A-nefndar, haldinn þriðjudaginn 17. maí 2011 kl. 9.30-12.00; 13.45-15.15.

Viðstödd voru Örn Bárður Jónsson, varaformaður, sem stýrði fundi, Arnfríður Guðmundsdóttir (frá kl. 10.30), Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir (til kl.12.00), Illugi Jökulsson (til kl. 12.00) og Katrín Oddsdóttir. Fjarvistir höfðu boðað Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, og Þorvaldur Gylfason. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.

1. Vinnuskjal um mannréttindi

Tillögur að seinni helmingi mannréttindakafla voru fullunnar, auk þess sem nefndin skrifaði skýringar við hverja þeirra. Ákveðið var að fresta framlagningu umhverfis- og auðlindaákvæða til næstu viku, þar sem óvíst væri að nægur tími gæfist til að kynna allan kaflann á sameiginlegum nefndarfundi.

2. Önnur mál

Nefndin söng afmælissönginn fyrir Dögg Harðardóttur.

Eftirtalin erindi voru kynnt og rædd á fundinum:

- 33458 Friðgeir Haraldsson: Dýravernd