8. fundur B- nefndar

12.05.2011 10:00

Dagskrá:

1. Farið yfir tillögur eftir athugasemdir frá sameiginlegum nefndarfundi B, 11. maí.

Fundargerð

8. fundur B-nefndar haldinn 12. maí 2011, kl. 10.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Katrín Fjeldsted, formaður, Vilhjálmur Þorsteinsson, varaformaður, Pétur Gunnlaugsson, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Erlingur Sigurðarson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson og Gísli Tryggvason.

Formaður nefndarinnar, Katrín Fjeldsted, setti fundinn.

1. Tillögur B-nefndar lagðar fram til kynningar á ráðsfundi 12. maí - yfirferð athugasemda.

Nefndarmenn fóru yfir athugasemdir við tillögur 1–9 sem fram komu á sameiginlegum fundi nefndarfulltrúa 11. maí.

Örfáar orðalagsbreytingar voru gerðar ásamt efnisbreytingu sem nefndarmenn færðu inn í skýringar með tillögum.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 11.30.