10. fundur C-nefndar

16.05.2011 10:00

Dagskrá:

 

  1. Fundargerðir
  2. Erindi sem borist hafa nefndinni
  3. Umræða um kafla um dómstóla og Lögréttu
  4. Önnur mál

 

Fundargerð

10. fundur C-nefndar, haldinn 16. maí 2011, kl. 10.00-11.40, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður og Lýður Árnason. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Fundargerðir

Frestað.

2. Erindi sem borist hafa nefndinni

Frestað.

3. Umræða um kafla um dómstóla og Lögréttu

Rætt um þá niðurstöðu og leið sem mörkuð var á síðasta fundi. Kafli um Lögréttu fer út sem sjálfstæður kafli en við bætast greinar í dómstólakaflann um útvíkkaðan Hæstarétt í ákveðnum málum.

Rætt um fjölda dómenda í útvíkkuðum Hæstarétti. Tillaga var um 7 dómara Hæstaréttar sbr. þegar mál eru talin sérlega mikilvæg, og 8 menn kjörnir af Alþingi og þingi fært vald til að kveða á um hvernig því vali skuli háttað, bæði um málsmeðferð og val dómara.

4. Önnur mál

Engin önnur mál.

5. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti fundur í C-nefnd yrði skv. dagskrá, þriðjudaginn 17. maí kl. 9.30, en til hans yrði boðað með tilkynningu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.40.