8. fundur C-nefndar - sameiginlegur

11.05.2011 11:00

Dagskrá:

 

  1. Umræða um Lögréttu (stjórnlagaráð) og tillögur fyrir ráðsfund
  2. Önnur mál

 

Fundargerð

8. fundur C-nefndar, haldinn 11. maí 2011, kl. 11.00 - 12.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason og Þorvaldur Gylfason. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Umræða um Lögréttu

Rætt um tillögur Eiríks Tómassonar um stjórnlagaráð (bls. 320 í skýrslu) ásamt skriflegum breytingartillögum frá ráðsfundi 5. maí.

Starfsmaður stjórnlaganefndar gerði grein fyrir að ætlun nefndarinnar um stjórnlagaráð/Lögréttu hafi verið að auka gæði lagasetningar, en ekki að úrskurða eða vera bindandi.

Rætt um hvort vilji sé fyrir því að fara í róttækari breytingar og útfærslur í átt að sérstökum stjórnlagadómstól. Rætt um að markmiðin ættu að vera að auka gæði laga, hindra ekki þá sem eiga lögvarða hagsmuni að láta reyna á mál (meðalganga), skilvirkni og kostnaðarsjónarmið, réttareiningu og hæfni dómenda. Einnig rætt um að óeðlilegt sé að Alþingi úrskurði sjálft um gildi kosningar.

Rætt um að málið hafi ekki fengið næga umfjöllun í nefnd og eðlilegt að nefndin haldi annan sameiginlegan fund á föstudagsmorgun til að finna þessum hugmyndum farsælan farveg.

2. Önnur mál

Engin önnur mál.

3. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti fundur í C-nefnd yrði föstudaginn 13. maí kl. 10.00, en til hans yrði boðað með tilkynningu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.00.