Þórhildur Þorleifsdóttir

Leikstjóri - F. 1945

thorhildur.thorleifsdottir@stjornlagarad.is

Námsferill

Leiðsöguskólinn MK 2007-08.
Verkefnastjórnun - leiðtogaþjálfun í Endurmenntun Háskóla Íslands frá 1. september 2004. Námið er tvær annir, 2004.
Rekstrar- og viðskiptanám (MBA) - ein önn - í Endurmenntun Háskóla Íslands 2004.
Þýskunám við háskólann í Frankfurt og lauk þar Oberstufe-prófi (jafngildir PNDS) 1995.
Sótti tíma í leikhúsfræðum við sama skóla. Fékk að fylgjast með æfingum í leikhúsum og óperu bæði í Wiesbaden og Berlín 1994-95.
Ítölskunám við Endurmenntunardeild Háskóla Íslands 1993.
Átta vikna námsdvöl við Wagner-óperuna í Bayreuth 1993.
Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1976.
Söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík, kennari Engel Lund 1966-68.
Listdanskennaramenntun í The Royal Academy of Dancing, London 1961-64.
Listdansnám við The Royal Ballet School, London 1961-63.
Listdansnám við Listdansskóla Þjóðleikhússins 1954-61.

Starfsferill

Leikstjóri; Þjóðleikhús, Leikfélag Reykjavíkur, Ísl. óperan, Alþýðuleikhúsið, RÚV o.fl. 1975-2010.
Leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi 1996-2000.
Varaborgarfulltrúi Kvennaframboðs í Reykjavík, félagsmálaráð Reykjavíkur 1982-1990.
Þingkona Kvennalistans. Seta í nefndum Alþingis; Mennta- og menningarmálanefnd, félagsmálanefnd, efnahags- og viðskiptanefnd 1987-1991. 
Formaður Jafnréttisráðs 2010-.

Félagsstörf í þágu leiklistar:
Formaður Leiklistarsambands Íslands og sat í stjórn Norræna leiklistarsambandsins. Var fulltrúi Íslands í  ITI - Alþjóðaleikhússambandinu 1996-2000.
Sat í skólanefnd Leiklistarskóla Íslands í 4 ár.
Sat í fulltrúaráði Listahátíðar í Reykjavík í 4 ár.
Sat í nefnd, sem þáverandi menntamálaráðherra skipaði árið 1989, til að endurskoða lög um Þjóðleikhús og gera tillögur um framtíðarskipan óperu og listdans.
Sat í nefnd sem þáverandi menntamálaráðherra skipaði árið 1986 til að endurskoða leiklistarlög.
Sat í stjórn Bandalags íslenskra listamanna og var fulltrúi þess í nefnd sem samdi drög að frumvarpi til laga um nýja skipan úthlutunar listamannalauna.
Formaður Félags leikstjóra á Íslandi í fjögur ár. Sem formaður leiddi ég samninga við allar leiklistarstofnanir landsins, Þjóðleikhús, Leikfélag Reykjavíkur, Leikfélag Akureyrar, Ríkisútvarp-Hljóðvarp og Sjónvarp og Bandalag íslenskra leikfélaga. Í minni formannstíð voru öll fjármál félagsins endurskoðuð - og skipulögð, stofnaðir elli-, slysa- og örorkusjóðir, menningar- og utanfararsjóðir.
Fyrsti formaður 4. deildar Félags íslenskra leikara, deild lausráðinna leikara og sat í trúnaðarmannaráði félagsins í tvö ár.
Sat í þremur inntökunefndum Leiklistarskóla Íslands.
Einnig hef ég í tengslum við margvísleg félagsstörf verið fulltrúi Íslands á fjölmörgum ráðstefnum, þingum og fundum, utanlands sem innan.

Stjórnmál, þingmennska og borgarstjórnarstörf

Ein af stofnendum Kvennaframboðsins 1982 og Kvennalistans 1983. Hef sinnt þar félagsstörfum, skipulagningu og framkvæmdum af ýmsu tagi. Var varaborgarfulltrúi 1982-86, tók nokkrum sinnum sæti í borgarstjórn og átti sæti í félagsmálanefnd Reykjavíkurborgar. Var m.a. kosningastýra Kvennalistans í Reykjavík í alþingiskosningum 1983 og 1987, samdi og stjórnaði kynningarþáttum fyrir sjónvarp í þessum sömu kosningum. Skipulagði og stjórnaði kosningahátíð Kvennaframboðsins í Laugardagshöll fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1982. Það er umfangsmesta ,,sýning" sem ég hef staðið að, stóð í 10 klukkustundir og dró að 5000 manns. Var varaþingkona Kvennalistans 1983-87 og aftur 1991-95.
Sat á þingi fyrir Samtök um kvennalista árin 1987-91 og átti m.a. sæti í menntamálanefnd, fjárhags- og viðskiptanefnd og félagsmáladeild Alþingis.
Fulltrúi í Evrópuráðinu og sótti þing Sameinuðu þjóðanna á vegum Alþingis.

Fjölskylda

Maki: Arnar Jónsson f. 1943, leikari. Börn: Guðrún Helga f. 1964, d. 2003, Sólveig f. 1973, Þorleifur Örn f. 1978, Oddný f. 1980, Jón Magnús f. 1982.