Framkvæmd, úrslit og ógilding kosninganna

02.02.2011 10:38

Málfundur á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ um kosningu til stjórnlagaþings verður haldinn fimmtudaginn 3. febrúar kl. 12:00-13:45 í fundarsal Þjóðminjasafnsins

Í tilkynningu um málfundinn kemur eftirfarandi fram: ,,Framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings  þann 27. nóv. 2010 var kærð til Hæstaréttar sem hefur ákvarðað að kosningarnar séu ógildar. Tilvist stjórnlagaþings er því í uppnámi. Mikilvægt er fjallað sé um málið á ýmsum vettvangi og því boðar Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands til málþings um kosningar til stjórnlagaþings og ákvörðun Hæstaréttar. Tilgangur málþingsins er að velta upp nýjum hliðum málsins."

Dagskrá:

  1. Drífa Sigfúsdóttir, rekstrarstjóri Verkfræði- og náttúruvísindasviðs er fundarstjóri og setur fundinn.
  2. Þorkell Helgason, próf. emeritus sem náði kjöri sem stjórnlagaþingmaður í framangreindum kosningum, greinir kosningarnar þar sem fjallað er um þátttöku, röðun kjósenda á frambjóðendum, úrslit og reynsluna af  aðferðinni sem beitt var við kosningarnar. Að lokum veltir Þorkell fyrir sér hvort kosningar til stjórnlagaþings vísi veginn um persónukjör á landsvísu.
  3. Jóhann P. Malmquist, prófessor í tölvunarfræði og ráðgjafi landskjörstjórnar við kosningarnar, fjallar um það meginatriði í ályktun Hæstaréttar hvort rekja hefði mátt atkvæði til einstakra kjósenda, og hvað hefði þurft til. Jafnframt lýsir hann talningarferlinu með stuttum myndbrotum.
  4. Reynir Axelsson, dósent í stærðfræði, gagnrýnir röksemdafærslu Hæstaréttar fyrir ályktun réttarins um ógildingu kosninganna.
  5. Eggert Briem, prófessor, dregur málið saman og reifar í hvaða stöðu það er nú.


 

Fara í fréttalista