Eignarréttur, samfélagslegt samkomulag um huglægt verkfæri

Ólafur Kjartansson
  • Heimilisfang: Aðalstræti 28 600 Akureyri
  • Skráð: 30.05.2011 16:53

Sælir ágætu fulltrúar.

Það sem mér finnst vera helsti gallinn við eignarréttarákvæðin í núgildandi stjórnarskrá er að þar er ekki tekið tillit til jafnræðis þegnanna, þ. e. einum leyfist samkvæmt því sem ég les út úr þessari grein að eiga svo mikið að ekkert er eftir handa hinum.

Ég var að átta mig á því að grunnforsenda þess að eiga eitthvað er samþykki heildarinnar að slíkt geti viðgengist.
Einnig tel ég að það sé ekki eðlilegt að allt sé eiganlegt. Loft, vatn, jörð, hiti, kuldi o.s.frv. Hve langt á að ganga í því að leyfa einstaklingum að ráðskast með það sem við fáum í raun að láni hjá framtíðinni?

En hvernig eignast fólk eitthvað í dag? A) vinna fyrir því sem launamenn, B) fá aðra til að vinna sér það með því að ná yfirráðum yfir einhvers konar framleiðsluheild, C) fá það gefins, D) erfa það eða E) hirða upp eitthvað sem enginn annar hefur náð eignarhaldi á.

A-liðurinn er sá eini að mínu mati sem er að mestu leyti óumdeilanlegur í nútíma þjóðfélagsskipan, hinir orki tvímælis að meira eða minna leyti eins og framkvæmdin er hérlendis í dag. Ég er ekki að halda því fram að þetta huglæga verkfæri, sem eignarrétturinn er sannarlega, sé að öllu leyti vitlaust heldur finnst mér mikil þörf á því að kostir og gallar verði ræddir fordómalaust og grunnreglan sem styðjast skal við verði sniðin að framtíð en ekki verði hangið á úreltum viðmiðum sem heyra fortíðinni til.

Sem sagt:
Ég vil fá að vita hvað á að vera eiganlegt fyrir einstaklinga og samfélagsheildir (félög, stjórnsýslueiningar o.s.frv.) og hvað ekki.
Ég vil líka fá að vita hvernig aðferðir geta viðgengist við það að eignast eitthvað.

Kveðja, Ólafur Kjartansson.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.