Þingmenn verði ekki ráðherrar

Einar Svavarsson
  • Heimilisfang: Hólar í Hjaltadal
  • Skráð: 24.05.2011 22:15

Rætt hefur verið að þingmenn kalli inn varamenn sína ef þeir verða ráðherrar. Þetta fyrirkomulag held ég að geti stuðlað að kröftugu (tvíefldu) „kjördæmapoti“ flokks í því kjördæmi sem ráðherra kemur frá. Engu að síður er ég sammála því að ráðherra verði ekki jafnframt þingmaður. Líst helst á að kjörnir þingmenn verði undir engum kringumstæðum ráðherrar. Þau sem taka að sér starf ráðherra afsali sér jafnframt kjörgengi í næstu kosningum. Þannig verði komið í veg fyrir að ráðherrastóllinn verði notaður sem stökkpallur inn á þing með tilheyrandi hygli væntanlegs kjördæmis. Vænti þess að þetta stuðli að því að menn bjóði sig fram til þings af hugsjón fyrir bættu þjóðfélagi frekar en von um vegtyllu í formi ráðherrastóls. Sannfærður um að þetta stuðli með öðrum umbótum að virðingu fyrir Alþingi.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.